Brim leggur til arðgreiðslu að upphæð 4 milljarðar

Deila:

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 24. mars 2022 með rafrænum hætti auk þess sem hluthöfum gefst kostur á að mæta til fundarins en fundurinn fer fram í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.
  2. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.
  3. Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
  5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  6. Kosning stjórnar félagsins.
  7. Kosning endurskoðenda.
  8. Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin bréfum.
  9. Önnur mál, löglega upp borin.

Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM

Meðfylgjandi er fundarboð með nánari upplýsingum, dagskrá og tillögur stjórnar og starfskjarastefna.

„Samkvæmt stefnu félagsins sem kynnt var í skráningarlýsingu félagsins árið 2014 leggur stjórn félagsins til að arðgreiðsla á árinu 2021 vegna rekstrarársins 2020 verði 2,1 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 4.034 millj. kr. (um 27,3 millj. evra á lokagengi ársins 2021), eða 2,7% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2021. Arðurinn verði greiddur 29. apríl 2022. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 24. mars 2022 og arðleysisdagur því 25. mars 2022. Arðsréttindadagur er 28. mars 2022. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“

Viðhengi

Deila: