Börkur NK aflahæstur á loðnunni

Deila:

Tuttugu og tvö skip hafa nú landað loðnu á vertíðinni. Heildaraflinn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er orðinn 441,444 tonn. Leyfilegur heildarafli er enn 662.000 tonn. Ekki hefur verið tekið tillit til ráðleggingar Hafró um 35.000 tonna lækkun heildarkvóta og ekki hefur verið úthlutað á ný þeim heimildum sem Norðmenn skildu eftir.

Tíu skip hafa nú landað 20.000 tonnum eða meiru. Börkur NK er aflahæstur með 35.354 tonn og næstur er Vilhelm Þorsteinsson EA með 20.902 tonn. Næstu skip eru svo Beitir NK með 27.737 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF með 26.442 tonn, Venus NS með 23.579 tonn, Víkingur AK með 21.946 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU með 21.367 tonn, Bjarni Ólafsson AK með 21.228, Sigurður VE með 21.136 tonn og Jón Kjartansson SU með 20.682 tonn.

Loðnu hefur verið landað á 11 stöðum innan lands. Auk þess hefur verið landað í Noregi og Færeyjum. Mestu hefur verið landað í Vestmannaeyjum eða 88.213 tonnum. Neskaupstaður kemur næst með 72,394 tonn og í þriðja sæti er Seyðisfjörður með 60.254 tonn.

Deila: