Færeyingar stórtækir í kolmunnanum

Deila:

Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hefur gefið út aflaheimildir í kolmunna og norsk-íslenskri síld fyrir þetta ár. Er það gert með sama hætti og á síðasta ári. Kolmunnakvótinn verður 267.431 og síldarkvótinn 131.989 tonn.

Heildarkvóti í kolmunna hefur verið ákveðinn 692.826 tonn, en það er samkvæmt samkomulagi strandveiðiþjóðanna. Skipting aflans hlutfallslega hefur ekki verið ákveðin, en samkvæmt þessari ákvörðun Færeyingar, ætla þeir sér 38% af áður ákveðnum heildarafla.

Ákveðinn heildarafli af norsk-íslenskri síld hefur verið ákveðinn 598.588 tonn verður kvóti Færeyinga 22.05% af því. Ekki er heldur samkomulag um hlutdeild þjóðanna í síldveiðunum. Fyrir vikið eru allar líkur á því að báðir stofnarnir verði ofveiddir á þessu ári. Stefnt hefur verið að því að ná samkomulagi um um hlutdeildina á næsta ári.

Deila: