480.000 tonn af loðnu komin á land
Loðnuafli íslenskra skipa er nú orðinn tæplega 480.000 tonn. Eftir sérstakar úthlutanir og yfirfærslu heimilda sem Norðmenn nýttu ekki, er leyfilegur heildarafli 685.148 tonn. Það eru því ríflega 200.000 tonn enn óveidd. Veður hefur hamlað veiðum og ólíklegt er að allur kvótinn náist, því loðnan er að miklu leyti komin að hrygningu, en drepst eftir hana.
Aflahæstu skipin Börkur NK með 35.354 tonn og Vilhelm Þorsteinsson EA með 30.902 tonn. Beitir NK er með 29.815 tonn, Venus NS er með 28.590 og Heimaey VE með 28.459 tonn.