Sandkolastofninn hruninn?

Deila:

Atvinnuveganefnd hefur nú til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjórn sandkola og hryggleysingja.  Frumvarpið er stjórnarfrumvarp lagt fram af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.

LS veitti umsögn um frumvarpið og hefur fundað með atvinnuveganefnd.  

„Í umsögn LS er m.a. vakin athygli á að veiðum á sandkola hefur á aðalveiðisvæði hans verið stjórnað með aflamarki frá 1. september 1997.  Segja má að stofninn hafi hrunið á undanförnum árum þrátt fyrir að heildarafli hafi ekki farið umfram ráðgjöf.  Fiskveiðiárið 2003/2004 var heimilt að veiða 7.000 tonn en nú er leyfilegur afli 319 tonn,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Deila: