Vigri með mest af ýsu

Deila:

Ýsuafli þessa fiskveiðiárs er nú orðinn 22.500 tonn. Leyfilegur heildarafli er 35.990 tonn og því óveidd um 13.500 tonn. Þetta er staðan þegar fiskveiðiárið er rétt rúmlega hálfnað og því líklegt að kvótinn dugi ekki út árið. Í fyrra var ýsukvótinn 45.425 tonn, en alls veiddust 47.980. Það var 2.554 tonn umfram kvótann.
Átta skip hafa veitt 400 tonn eða meira. Það eru Vigri RE með 580 tonn, Bergey VE með 566 tonn, Kaldbakur EA með 452 tonn, Gullver NS með 435 tonn, Örfirisey RE með 412 tonn, Drangey SK með 409 tonn, Sólberg ÓF með 407 tonn og Björgúlfur EA með 400 tonn.

Deila: