Grásleppuveiðin hefst á sunnudag
Allir sem hyggjast fara á grásleppuveiðar á sunnudaginn þurfa að sækja um leyfið fyrir klukkan 14:00 í dag, föstudag og greiða þarf leyfið fyrir klukkan 21:00 á föstudagskvöld svo það verði virkt þegar haldið er til veiða.
Ef veður hamlar veiðiferð á sunnudag skal senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is með nýrri upphafsdagsetningu.