Loðnuaflinn orðinn hálf milljón tonna

Deila:

Loðnuafli íslenskra fiskiskipa er nú orðinn ríflega hálf milljón tonna. Leyfilegur heildarafli er um 685.000 tonn og því óveidd um 185.000 tonn. Ljóst er því að kvótinn næst ekki nema tilkomi ný eða nýjar göngur. Yfirleitt lýkur veiðum á hefðbundinni vertíð að áliðnum mars.

Fjögur skip eru komin með meira en 30.000 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu í morgun. Það eru Börkur NK með 35.354 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 32.074, Beitir NK með 31.593 tonn og Heimaey VE með 30.134.

Deila: