Súðbyrðingar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf

Deila:

Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf. Þetta er fyrsta íslenska tilnefningin og fyrsta samnorræna tilnefningin sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París í desember. Af Íslands hálfu var það Vitafélagið – íslensk strandmenning sem hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.

Hinn dæmigerði norræni trébátur — súðbyrðingurinn — hefur fylgt Norðurlandabúum um árþúsundir og greitt þeim leið um hafið. Súðbyrðingarnir voru farkostir fólks hvarvetna með ströndum Norðurlandanna, þeir voru mikilvæg samgöngutæki sem tengdu Norðurlandaþjóðirnar og á þeim var dregin björg í bú. Súðbyrðingunum tengist dýrmætur norrænn menningararfur og þeir gegna ríku hlutverki í strandmenningu Norðurlandaþjóðanna.

Þessi verkþekking er nú komin á lista UNESCO  yfir menningarerfðir mannkyns – listann yfir þýðingarmikla starfshætti sem borist hafa frá kynslóð til kynslóðar – hefðir sem munu hverfa verði þeim ekki viðhaldið.
Frétt og mynd af bb.is

Deila: