15 tilboðum tekið í uppsjávarfiski

Deila:

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í mars. Alls bárust 36 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 4 .gr. reglugerðar nr. 920/2021 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2021/2022. Að þessu sinni var 15 tilboðum tekið.

Í boði voru 1.292 tonn af loðnu, 8.418 tonn af kolmunna og 5.736 tonn af norsk-íslenskri síld. Eitt tilboð í loðnu kom í 1.292  tonn og goldið var fyrir það með 53 tonnum af þorski. Í kolmunna bárust tilboð í 33.254 tonn. Samþykkt voru tilboð í 8.418 tonn og goldið fyrir þau með 457 tonnum af þorski. Tilboð í norsk-íslenska síld námu 20.208 tonnum. Samþykkt voru tilboð í 5.736 tonn og goldið fyrir þau með 894 tonnum af þorski.

Það var Gullver NS 12 sem fékk loðnuna og 2.418 tonn af kolmunna. Ljósafell SU 70 fékk 4.000 tonn af kolmunna og 1.000 tonn af norsk-íslenskri síld. Sigurður VE fékk 2.000 tonn af kolmunna, Vigur SF 80 fékk 500 tonn af norsk-íslenskri síld, Aðalsteinn Jónsson SU 11 fékk 2.324 tonn af síld og Jón Kjartansson SU 111 fékk 1.912 tonn af síld.

Deila: