LS fundaði með ráðherra um skerðingu aflaheimilda á strandveiðum

Deila:

Forsvarsmenn LS áttu fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra síðastliðinn miðvikudag. Strandveiðar voru í brennidepli á fundinum þar sem LS kom með nýja nálgun varðandi skerðingu heimilda samkvæmt reglugerð sem gefin var út þann 21. desember.  LS fór þess á leit að ákvæðið sem á við strandveiðar í reglugerðinni verði fellt úr gildi.

„Máli sínu til stuðnings benti LS á að með útgáfu reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni 11. ágúst 2021 hefði ákvörðun um strandveiðar 2022 legið fyrir.  Til þeirra voru ætluð 10.000 tonn af þorski.  Með þá vissu hefðu útgerðarmenn strandveiðibáta gert sín plön, gengu út frá þeirri viðmiðun og kannski einhverri viðbót yrði skiptimarkaðurinn þeim hagstæður,# segir í færslu á heimasíðu LS.

Í kjölfar fundarins sendi LS ráðherra formlegt erindi um málefnið.

Sjá bréf LS til matvælaráðherra.pdf

Deila: