Áhöfnin á Júllanum gjafmild

Deila:

Innrás Rússa í Úkraínu er mörgum ofarlega í huga. Innrásin hefur haft gríðarleg áhrif á heilbrigðiskerfi landsins.

Innviðir kerfisins eru í molum, illa gengur að útvega lyf og lækningavörur sem veldur því að lífi milljóna er ógnað vegna ástandsins. Árásir hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnanir og milljónir eru á flótta.

Áhöfn Júlíusar Geirmundssonar hefur því ákveðið að færa Rauða krossinum veglega peningaupphæð (1.250.000 kr) vegna hörmunganna í Úkraínu.

Deila: