Hábrún leggur fram matsáætlun

Deila:

Hábrún ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á 11.500 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. apríl 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Einkahlutafélagið Hábrún hyggst hefja eldi á 11.500 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum á fjórum svæðum í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætlun er lýst helstu umhverfisþáttum á sjókvíaeldisstöð. Farið er yfir framleiðsluferli á 11.500 tonna eldi, eldisstofni, fóðurnotkun og losun á næringarefnum. Þá er lýst hugsanlegum umhverfisáhrifum eldisins, þeim gögnum sem til eru og þeim rannsóknum sem þarf að gera og hugsanlegum mótvægisáðgerðum
Matsáætlunin er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.

Deila: