Síðustu loðnulandanir á vertíðinni

Deila:

Tróndur í Götu, Hoffell og Götunes komu í lok síðustu viku til Fáskrúðsfjarðar með samtals með 1.740 tonn til hrognatöku hjá Loðnuvinnslunni.  Tróndur var með 630 tonn, Hoffell með 476 tonn og Götunes með 634 tonn.

Loðnuhrognavertíðin gekk vel á Fáskrúðsfirði og fryst voru samtals 2.750 tonn af hrognum hráefnið kom frá Hoffelli, Tróndi í Götu, Finni Friða og Götunesi.  „Við þökkum sjómönnum og starfsfólki landi fyrir frábær störf undanfarnar vikur. Einnig þökkum við gott samtarf við sjómenn á Götuskipunum frá Færeyjum,“ segir ú færslu á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Deila: