Ekki þörf á umhverfismati

Deila:

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að fyrirhuguð smábátahöfn við Brjánslæk skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 111/2021.

Stærsti hluti verksins felur í sér bygginu á um 123 m löngum grjótgarði, samtals um 28.000 m3 af grjóti og kjarna efni.
Þegar byggingu grjótgarðsins er lokið verðum steyptum landstöpli komið fyrir og flotbryggja fest við hann.

Einnig verður timburbryggjan á Brjánslæk sem byggð var árið 1967 rifin , enda er mannvirkið orðið stórhættulegt. Áætlað er að verkið hefjist á vormánuðum 2022 og taki um 4 mánuði. Öllu efni sem fellur til við förgunina verður skilað inn til viðurkennds móttökuaðila.

Deila: