Famloka
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gangast fyrir herferð fyrir aukinni fiskneyslu landsmanna, enda er fiskmeti einhver hollasta fæða, sem við getum veitt okkur. Herferðin byggist á vönduðum uppskriftum að alls konar fiskmeti með smá orðaleik í nafngiftum eins og nafnið á þessum rétti bendir til. Uppskriftin er fyrir tvo.
Innihald:
250 g þorskur
2 msk. tómatsalsa
100 g rifinn mozzarella
2 msk. olía
Salt
2 sneiðar hvítt brauð
50 g smjör
1 hvítlauksgeiri
Salatblöð
Tómatar
Pikklaður laukur
Hvítlauksmajónes
Avókadó
Gúrka
Hráskinka
Franskar kartöflur
Aðferð:
Fiskur
Veltið upp úr olíu og saltið eftir smekk.
Bætið tómatsalsa og rifnum osti yfir fiskinn.
Bakið á 180°C í 12-15 mín.
Samloka
Hitið pönnu með smjöri og rífið hvítlauk út á.
Steikið brauðið á báðum hliðum.
Útbúið samloku með fiski, hvítlauksmajónesi og öðrum hráefnum.
Berið fram með frönskum kartöflum.