Sóley Kaldal ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum

Deila:

Sóley Kaldal hefur verið ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu.

Sóley er áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur að mennt og hefur víðtæka þekkingu á greiningarvinnu. Hún hefur m.a. unnið að greiningum á öryggi íslenskra hafsvæða og ráðgjöf um kerfislægar úrbætur.

Sóley Kaldal

Sóley útskrifaðist 2020 með M.A.S. gráðu í alþjóðasamskiptum frá Yale háskóla og úr diplómanámi 2018 í stefnumótunaraðferðum byggðum á sannreyndum staðreyndum frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Maastricht í Hollandi. Einnig úr diplómanámi 2017 í hafrétti og stefnumótun frá Rhodes Academy of Ocean‘s Law and Policy í Grikklandi. Árið 2011 útskrifaðist hún með M.Sc. gráðu í áhættustýringu og öryggisverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð, 2008 með diplómu á meistarastigi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, 2007 með B.Sc. gráðu í eðlisfræði og B.A gráðu í heimspeki sama ár.

Síðan 2016 hefur Sóley leitt alþjóðasamskipti hjá Landhelgisgæslunni þar sem áhersla hefur verið lögð á norðurslóðamál og þjóðaröryggi. Hún hefur einnig veitt þjóðaröryggisráði ráðgjöf frá stofnun þess og komið að fjölmörgum verkefnum sem snúa að öryggi og hagsmunum Íslands og íslenskra hafsvæða.

Deila: