Erindi um atferli humars

Deila:

Fimmtudaginn 7. apríl kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Jónas P.Jónasson

Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: Atferli humarsins (Nephrops norgevicus) / The behaviour of the Norway lobster (Nephrops norgevicus).

Fyrirlesturinn verður á íslensku. Glærurnar verða að mestu með íslenskum og enskum texta

Erindi verður streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar,
https://www.youtube.com/channel/UCirTCP_aKFKz8LMoFoxWGbA

Ágrip
Leturhumar er mikilvæg nytjategund í hlýsjónum við Ísland. Humarinn dvelur í holum á leirbotni sem hann grefur og viðheldur. Hann er einungis veiðanlegur þegar hann yfirgefur holuna en aflabrögð geta verið mjög sveiflukennd. Hingað til hafa upplýsingar um virkni dýranna einkum byggst á upplýsingum frá veiðum og tilraunum við eldisaðstæður. Atferli leturhumars var kannað haustið 2020 á tveimur svæðum í Jökuldjúpi, á 115 m og 195 m dýpi. Á hvorri slóðinni voru merktir 16 humrar með smáum hljóðmerkjum, límd á bakskjöld dýranna. Á hvoru svæði var sett niður net níu hlustunardufla með 100 m bili, auk straumsjár. Humrarnir voru merktir í lok ágúst og duflin tekin upp í lok nóvember. Upplýsingar bárust frá öllum merkjum en tíu humrar af 16 voru metnir lifandi á hvorum stað. Fjallað verður um atferli og hegðunarmynstur humranna.

Um Jónas
Jónas var ráðinn í stöðu sérfræðings árið 2011 hjá Hafrannsóknastofnun og ber m.a. ábyrgð á og sinnir rannsóknum og stofnmati á leturhumri, hörpudisk og sæbjúgum. Jónas lauk MSc í fiskifræði og PhD gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.

Deila: