Eimskip byrjar vel á árinu

Deila:

„Samkvæmt stjórnendauppgjöri fyrir janúar og febrúar 2022 og áætlun fyrir mars sem nú liggur fyrir lítur út fyrir að EBITDA á fyrsta ársfjórðungi 2022 verði umtalsvert hærri en EBITDA á sama ársfjórðungi í fyrra. Fyrsti ársfjórðungur byrjaði vel, bæði í gámaflutningum og alþjóðlegri flutningsmiðlun, samanborið við síðastliðið ár.“Svo segir í tilkynningu frá Eimskip um gang mála frá áramótum. Þar segir ennfremur:

„Áætlað er að EBITDA á fyrsta ársfjórðungi 2022 verði á bilinu 27-30 milljónir evra samanborið við 16,3 milljónir evra á sama ársfjórðungi 2021. Áætlað er að EBIT fjórðungsins verði á bilinu 11,7-14,7 milljónir evra samanborið við 4,5 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrir marsmánuð og fyrsta ársfjórðung 2022 og geta niðurstöður tekið breytingum í uppgjörsferlinu.“

Eimskip birtir uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun markaða fimmtudaginn 12. maí 2022.

Deila: