Veiðidögum á grásleppu ekki fjölgað

Deila:

Matvælaráðherra hefur ákveðið að fjölga ekki veiðidögum við grásleppuveiðar á vertíðinni 2022. Líkt og undanfarin ár leitaði ráðuneytið umsagnar Landssambands smábátaeigenda og fleiri grásleppusjómanna, hvort ástæða væri til þess að fjölga leyfilegum dögum við grásleppuveiðar og hver tillaga þeirra væri þar um.

Eins og fram hefur komið var það niðurstaða fundar grásleppunefndar LS sem haldinn var 5. apríl að ákvæði reglugerðar um fjölda daga skyldi verða óbreytt, 25 dagar. 

Í bréfi ráðuneytisins kemur jafnframt fram að umsagnir annarra grásleppusjómanna væru nánast samhljóða umsögn LS.  Ennfremur að ráðuneytinu barst engin ósk um fjölgun veiðidaga við grásleppuveiðar á yfirstandandi vertíð.

„Í því ljósi lagði skrifstofa sjávarútvegs til, við ráðherra, að veiðidögum við grásleppuveiðar verði ekki fjölgað á vertíðinni 2022“, eins og segir í bréfi matvælaráðuneytisins. 

Deila: