Viktor með fullfermi í Tromsö

Deila:

Viktor Scheving Ingvarsson kom í landi í Tromsö í lok síðustu viku með troðfullt skip, en hann er með frystitogaranna Merike. Hann hélt svo til veiða á ný í gær.

„Við komum í land í Tromsö í gærkvöldi. Við erum með fullfermi, það komst ekki eitt kíló meira í lestar eða frystitæki. Það er gaman að sigla í land við þessar aðstæður, nú er vor í lofti og full ástæða til bjartsýni með framhaldið. Það er enn snjór hér í Tromsö en mjög gott veður, heiðskýrt og fjöllin hér í kring skarta sínu fegursta. Löndun gengur vel enda fáir betri og fljótari en Norðmenn við þá iðju,“ skrifaði Viktor á Fésbókarsíðu sína u helgina og svo aftur á sunnudag:

„Á útleið frá Tromsö í dag, allir klárir í næsta verkefni, við vonum það besta, svo kemur í ljós hvernig okkur vegnar þegar upp er staðið.“

Deila: