Hörpudiskur í forrétt

Deila:

Nú, þegar páskasteikin tekur völdin, en gott að hafa í huga að regluleg fiskneysla er okkur öllum holl. Þess vegna leggjum við til þessa einföldu uppskrift að forrétti fyrir fjóra.  Best er að nota stóran innfluttan hörpudisk. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

16 stórir hörpudiskbitar
salt
hvítur pipar
4 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaður
2 msk. fersk timían lauf
1 msk. matarolía
1 bolli satay sósa
ferskt timían og sítrónubátar til skrauts

Aðferð:

Þurrkið hörpudiskbitana vel og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjörið í örbylgjuofni eða potti. Hrærið hvítlauknum og timíaninu út í. Leggið til hliðar og haldið heitu.

Hitið olíuna á pönnu allt að háum hita. Steikið hörpudiskinn í 1½ mínútu á fyrri hliðinni í 1 mínútu á þeirri seinni. Hellið smjörinu yfir bitana á pönnunni og takið hana af hitanum. Hitið sósuna og hellið um það bil tveimur matskeiðum af satay sósunni á hvern disk og leggið fjóra bita á hvern þeirra. Skreytið með fersku timían og sítrónubátum.

Deila: