Verð á grásleppu að hækka

Deila:

Átta bátar hófu grásleppuveiðar á fyrsta degi vertíðarinnar þann 20. mars.  Eins og fram hefur komið gildir grásleppuleyfið í 25 samfelda daga og lauk því veiðum þeirra 13. apríl.  

LS hefur tekið saman upplýsingar um stöðu veiðanna og borið saman við vertíðina 2021.  Samantektin miðast við löndunartölur til og með 12. apríl sl. og 15. apríl 2021 en þá hófst vertíðin 23. mars.
Lengst af vertíðinni hefur grásleppa í föstum viðskiptum verið seld á 150 Kr/kg, sem er 15% hærra en í fyrra.  

“Fyrr í dag bárust hins vegar þau ánægjulegu tíðindi að boðið væri 180 Kr/kg.  Ekki ósennilegt að hækkunina megi rekja til minnkandi framboðs, sem skýrt kemur fram í samantektinni hér að ofan.   Samkeppni um grásleppuna viðist því farin af stað og bíða grásleppusjómenn spenntir eftir hver þróunin verður,” segir í frétt frá LS.

Deila: