Meira af þorski og ýsu á Færeyjabanka

Deila:

Þriðja árið í röð sýna niðurstöður „togararalls“ Færeyinga að vaxandi þorskgengd er á Færeyjabanka. Mun meira er um þorskinn á bankanum er á tímabilinu 2006 til 2019. Þorskurinn sem fékkst nú var stór hrygningarfiskur, vel á sig kominn.
Samkvæmt færeysku hafrannsóknastofnuninni er þó rétt að hafa í huga að í leiðangri á haustdögum síðasta árs hafi lítið fengist af þorski á Færeyjabanka. Því sé óljóst hve mikið sé af þeim gula á bankanum í raun. Hins vegar sé alveg ljóst að mikið sé af ýsu á bankanum. Mikið af ýsu fékkst í leiðangrinum nú í vetrarlok, bæði stórri og smárri. Þá var mikið af ufsa á slóðinni, mun meira en áður og var ufsinn stór og vel á sig kominn.

Blái liturinn sýnir þorsk, sá rauði ýsu og græni liturinn táknar ufsa.

Vegna veðurs var leiðangurinn nú styttur og aðeins tekinn grynnri hluti bankans. Venjulega eru tekin 29 hol í leiðangrinum, en nú voru þau aðeins 17. Skráðar voru 17 fiskitegundir og tvær tegundir smokkfisks. Sandsíli var ánetjað  á flestum togstöðvum og sýndi magainnihald botnfiska að þeir væru að éta mikið af sílinu. Sjávarhiti við botn var um átta gráður.

Deila: