Mast veitir Háafelli breytt rekstrarleyfi

Deila:

Matvælastofnun hefur veitt Háafell ehf. breytt rekstrarleyfi til fiskeldis Ísafjarðardjúpi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að breyttu rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 18. mars 2022 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 15. apríl 2022.

Háafell sótti um breytingu á rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Breytingin felur í sér að bæta við regnbogasilung sem tegund og hafa þannig leyfi til þess að ala bæði lax (frjóan og ófrjóan) og regnbogasilung í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

Umsókn um breytingu á núverandi rekstrarleyfi var móttekin þann 15. september 2021. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Háafells, FE-1171a og FE-1171b, en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Gildistími rekstrarleyfisins helst óbreyttur í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 540/2020 og er til 25. júní 2037.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður.

Deila: