Strandveiðar hefjast á mánudag

Deila:

Fyrsti dagur strandveiða verður mánudaginn 2. maí. Til að hefja strandveiðar 2. maí þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl. 14:00 þann 29.apríl og greiðsluseðill þarf að vera greiddur fyrir 21:00 þann sama dag.

Veiðarnar verða með sama sniði og undanfarin ár. Fjórir dagar í viku á mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst, eða 48 dagar samtals. Þó má ekki róa á rauðum dögum. Matvælaráðherra hefur tryggt 10.000 tonna þorskveiðiheimildir til veiðanna í sumar.

Deila: