Landeldi og Benchmark Genetics framlengja samstarf

Deila:

Benchmark Genetics Iceland í Vogum hefur síðan í desember 2020 séð Landeldi fyrir yfir tveim milljónum laxahrogna til áframeldis á landi. Nú hafa félögin undirritað þriggja ára áframhaldandi samstarfssamning sem kveður á um að Benchmark útvegi Landeldi öll þau hrogn sem fyrirtækið mun þurfa fram á mitt ár 2025.

„Seiðaeldisstöðin okkar hefur tekið miklum stakkaskiptum og hefur reynst einstaklega örugg og afföll verið afar lág undanfarið eitt og hálft ár. Við þökkum þeim árangri fyrst og fremst gæða afurð frá Benchmark og hinu tæra íslenska lindarvatni sem er virkilega góður eldisvökvi,” sagði Haraldur Snorrason, yfirmaður seiðaeldisins hjá Landeldi. Í Öxnalæk í Hveragerði hafa starfað við uppbygginguna um 10 mans og senn fer framkvæmdum að ljúka. Stöðin getur annað um 1,8-2 milljón seiða seiðaframleiðslu á ári og elur alfarið seiði fyrir áframeldisstöð Landeldis í Þorlákshöfn.

Haraldur Snorrason, eldisstjóri seiða Landeldis og Geir Olav Melingen frá Benchmark skrifa undir þriggja ára framlengingu samstarfssamnings fyrirtækjanna. Aftan við þá eru Stefán Páll Ágústsson fjármálastjóri Landeldis og Róbert Rúnarsson sölustjóri Benchmark Genetics.
Deila: