Ríflega 75 þúsund hjálmar frá 2004

Deila:

Eimskip afhenti í síðustu viku, í samstarfi við Kiwanishreyfinguna á Íslandi, hjálma til allra barna í 1. bekk á Íslandi, eða yfir 4.400 hjálma. Samstarf Kiwanis og Eimskips hefur staðið yfir frá árinu 2004 og hafa verið afhentir yfir 75.000 hjálmar á þeim tíma. Í ár voru hjálmar auk þess afhentir börnum í 1. og 2. bekk á Grænlandi en það hefur verið hluti af verkefninu undanfarin fjögur ár.

„Ein af megináherslum Eimskips er að stuðla að öryggi og forvörnum, hvort sem er í leik eða starfi, og er hjálmaverkefnið eitt af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á til að stuðla að öryggi barna í umferðinni.

Við hvetjum alla foreldra til að kynna sér leiðbeiningar á heimasíðu félagsins, hér, en þar má lesa allt um það hvernig hjálmarnir eru rétt stilltir svo börnin hjóli örugg inn í sumarið.“

Deila: