Venus greiðir út 620 milljónir

Deila:

Fiskveiðihlutafélagið Venus, félag í eigu systkinanna Kristjáns Loftssonar og Birnu Loftsdóttir, hagnaðist um 1,3 milljarða í fyrra. Frá þessu er sagt á vb.is

Fiskveiðihlutafélagið Venus, sem er í jafnri eigu systkinanna Kristjáns Loftssonar og Birnu Loftsdóttur, hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári, en hagnaður félagsins nam 173 milljónum króna árið áður.

Helsta eign félagsins er 42,33% eignarhlutur í Hval hf. og nema tekjur af þeirri hlutafjáreign 1,375 milljörðum króna samkvæmt rekstrarreikningi samanborið við 182 milljónir árið áður.

Eignir félagsins námu um 11 milljörðum króna á síðasta ári og eigið fé nam sömuleiðis 11 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok 2021 er 99,97%, en sambærilegt hlutfall 2020 var 99,96%.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 620 milljón króna arður til hluthafa á árinu 2022 vegna rekstrarársins 2021. Þess má geta að félagið greiddi 628 milljónir króna í arð til eigenda sinna á síðasta ári vegna rekstrarársins þar á undan.

Deila: