Lítill afli við Færeyjar í mars

Deila:

Óvenjulítill afli barst að landi í marsmánuði í Færeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Færeyja bárust þá 22.883 tonn að landi að verðmæti 3,2 milljarðar króna.

Þetta er mun minna en í mars undanfarin átta ár. Venjulega er minnstu landað yfir sumarmánuðina og aflinn í mars nú, er svipaður og aflinn á sumrin.

Frá árinu 2015 hafa að meðaltali 52.000 borist að landi í mars og nær aflinn nú því ekki helmingi af meðaltalinu. Besti marsmánuður síðan 2015 var 2018, þegar 77.350 tonn bárust að landi.

Deila: