Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK áberandi á Seafood Expo Global
Myndband um ný uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar, Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börk NK 122, var sýnt á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin var í Barcelona á Spáni í síðustu viku.
Samherji var með veglegan bás, enda sýningin mikilvægur vettvangur fyrir sölu- og markaðsstarfið. Ice Fresh Seafood og Seagold sjá um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja víða um veröld, meðal annars Síldarvinnsluna.
Stöðugur straumur var á bás Samherja alla sýningardagana, þannig að margir sáu nýja myndbandið af þessum glæsilegu skipum. Skipin eru stór og afar vel búin. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn er kældur niður til að sem ferskast hráefni komi að landi.
Hérna er hægt að horfa á myndbandið, gjörið svo vel.