Hæsta stofnvísitala steinbíts frá árinu 1985

Deila:

Stofnvísitala steinbíts hefur farið hækkandi frá lágmarkinu árin 2010-2013 og vísitalan í ár er sú hæsta frá 1985. Það má rekja til mikils magns af steinbít stærri en 60 cm en flestir aðrir lengdarflokkar voru undir meðaltali.

Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum 2022.

Steinbítur fékkst víða, en í mestu magni á Vestfjarðamiðum eins og oftast áður. Síðustu ár hefur mikið fengist af stórum steinbít á grunnstöðvum við sunnanverða Vestfirði og í ár fékkst einnig mikið í norðanverðum Breiðafirði. Minna hefur hins vegar fengist fyrir austan land síðustu ár miðað við fyrstu ár stofnmælingarinnar.

Deila: