Veiða má 427,5 tonn afa rækju við Snæfellsnes

Deila:

Gefinn hefur verið út kvóti fyrir rækjuveiða við Snæfellsnes. Leyfilegur heildarafli á þessu ári verður 417.533 tonn, eftir að 45.363 tonn hafa verið flutt frá síðasta fiskveiðiári yfir á þetta.

Níu skip og bátar fá úthlutað 20 tonnum eða meira, en alls fá ríflega 50 bátar úthlutað heildum til veiða. Ljóst er að mikill tilflutningur aflaheimilda er framundan, þar margir fá það litla úthlutun að ekki tekur því að gera út a hana.

Mestan kvóta fær Vestri BA, 63,7 tonn. Næstu skip eru Klakkur ÍS með 43,2 tonn, Múlaberg SI með 31,4 tonn, Sóley Sigurjóns GK með 30,4 tonn, Frosti ÞH með 28,3 tonn, Sigurborg SH með 27,2 tonn, Guðmundur í Nesi með 26,9 tonn, Sólberg ÓF með 25,6 tonn og Björgúlfur EA með 23,6 tonn

Deila: