Hátt verð fyrir þorsk úr strandveiðum

Deila:

Þorskafli á fyrstu fjórum dögum strandveiða í maí var 531 tonn í 723 löndunum. Sambærilegar tölur frá síðasta ári eru 702 tonn í  1.041 löndunum. Mismunurinn skýrist af slæmu veðurfari.

Nú réru flestir frá Svæði A, 203 bátar lönduðu 325 tonn. Á svæði B réru 65 bátar og lönduðu 61 tonni. Aflinn á svæði C var 46 tonn af 40 bátum. Á svæði D réru 75 bátar og lönduðu samtals  99 tonnum.

Þorskverðið í síðustu var hátt. Meðalverð á mörkuðum var 380 krónur á kíló af óslægðum þorski. Í fyrra fengust 249 krónur fyrir kílóið, 229 krónur fengust árið 2020. 245 krónur árið 2019 og 194 krónur vorið 2018.

Deila: