Helmingur keilukvótans óveiddur

Deila:

Um helmingur keilukvótans er nú  óveiddur. Eftir fyrstu úthlutun, sérstakar úthlutanir og yfirfærslu frá fyrra fiskveiðiári er leyfilegur heildarafli 1.476 tonn. Aðeins 770 tonnum hefur verið landað og því er annað eins óveitt. Afli útlendinga við landið hefur verið í kringum 1.000 tonn á ári.
einn bátur hefur landað meiru en 100 tonnum af keilu, en það er Sighvatur GK með 102,5 tonn.

 Vísitala keilu í marsralli var há árin 2005-2012, líkt og árin 1985-1992, en sveiflukennd og lækkandi árin 2013-2020. Vísitalan árið 2020 var í hópi þeirra lægstu frá upphafi mælinganna en mælingar síðustu tveggja ára benda til að keilustofninn fari stækkandi. Mikið fékkst af keilu smærri en 40 cm, lítið af 45-55 cm keilu, en fjöldi keila stærri en 60 cm var yfir meðaltali rannsóknatímans. Keila fæst víða en í litlu magni og útbreiðsla hennar hefur ekki breyst mikið síðustu fjóra áratugi.

Deila: