Nýr frystitogari á leið til Færeyja

Deila:

Nýjum frystitogara færeyska fyrirtækisins Havborg var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Tersan í Tyrklandi í gær. Togarinn mun bera nafnið Emerald. Hann er væntanlegur til Færeyja seinna á þessu ári og fer þá á rækjuveiðar.

Frystilestin í togaranum er 2.250 á 2.250 rúmmetrar. Það svarar til um þúsund tonna af frystum afurðum. Íbúðir eru fyrir 40 manns um borð. Á rækjuveiðum er 18 manns um borð, en á þorskveiðum verða 34 í áhöfninni.

Emerald er útbúinn með vindur fyrir þrjú troll í einu. Vinnslan um borð er gerð til að vinna rækju, bolfisk og framleiða mjöl og lýsi. Mikil áhersla er lögð á orkusparnað til að lækka rekstrarkostnað.

Vinnslan er  hönnuð af Skipsteknisk AS í Noregi í náinni samvinnu við útgerðina til að tryggja gott flæði á öllum vinnslulínum.

Skipið kostar um 7,5 milljarða króna.

Deila: