Lagt í hinstu för

Deila:

Hrafn GK lagði í síðasta sinn úr höfn frá Grindavík á sínum ferli í síðustu viku og er ferðinni heitið til Ghent í Belgíu þar sem hann fer í niðurrif. Frá þessu er greint á fésbókarsíðu Jóns Steinars Sæmundssonar, báta og bryggjubrölt. Hann segir svo frá:

„Hann er aldeilis búinn að gera í blóðið sitt á sínum ferli og verið farsæll.

En ekkert er eilíft og kannski nokkuð táknrænt að hann skuli láta úr höfn í síðasta sinn 11. maí, daginn sem markar lok vetrarvertíðar.

Smíðaður 1974 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1974 fyrir Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum.

Hét upphaflega Gullberg VE 292 og var fyrst í röðinni af fjórum systurskipum sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Mandal.

Skipinu var gefið nafn 7. nóvember 1974 og kom til Vestmannaeyja á Jóladag sama ár.

Árið 1999 fékk hann svo nafnið Gullfaxi VE 192 og varð svo síðar KE 292. Fékk svo nafnið Ágúst GK 95 þegar Þorbjörn hf. í Grindavík eignaðist hann. 2015 er svo gerð nafnabreyting og fær Ágúst nafnið Hrafn GK 111.“

Deila: