Minni afla en hærra verð

Deila:

Eftir fyrstu tvær vikurnar á strandveiðum er afli bátanna orðinn 1.050 tonn, þar af 938 tonn af þorski. Þetta er heldur minna en á sama tíma í fyrra og skýrist af því illa viðraði til veiða í byrjun. Nú hafa 452 bátar landað afla en voru 474 á sama tíma í fyrra.

Aflinn er langmestur á svæði A, sem nær frá Miklaholtshreppi norður á Vestfirði. Þar er aflinn orðinn 584 tonn, eða meira en helmingur alls aflans. Þar hafa 233 bátar landað afla í 1.116 róðrum. Á svæði B, sem er fyrir Norðurlandi , er aflinn orðinn 105 tonn, sem er minna en helmingur aflans á sama tíma í fyrra. Nú hefur 71 bátur landað afla  en voru 181 í fyrra. Landanir eru aðeins 181 á móti 376 löndunum í fyrra.
Á svæði C, sem er fyrir Austurlandi er aflinn aðeins 96 tonn. 60 bátar hafa landað 149 sinnum, sem er miklum mun minna en á síðasta ári. Aflinn á svæði D, sem er sunnan- og vestanvert við landi er orðinn 215 tonn. Bátar með landanir eru 88 og landanir alls 321. Á sama tíma í fyrra höfðu 130 bátar landað 503 sinnum, alls með 251 tonn.

Verð fyrir fiskinn á mörkuðum nú nú er 56% hærra en í fyrra, eða 383 krónur á hvert kíló af óslægðum þorski. Það vegur mikið upp á móti minni afla. Verð á ufsa nú er ríflega tvöfalt hærra en í fyrra og er nú að meðaltali 174 krónur á kíló af slægðum ufsa.

Deila: