Yfir 50 frumkvöðlar!

Deila:


Fimmtudaginn 19. maí mun Sjávarklasinn kynna nokkur þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem hafa komið fram með nýjungar sem stuðla að hreinna umhverfi hafsins eða betri nýtingu auðlinda þess. Sýningin er hluti af Nýsköpunarvikunni.  
 
Gestir fá tækifæri til að kynna sér starfsemi fjölmargra nýsköpunarfyrirtækja og fylgjast þannig með því sem er nýjast að gerast á þessu sviði hérlendis.
 
Á opnu húsi verður í boði veitingar og jazz. Aðgangur er ókeypis. Sýningin er haldin í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Klukkan 14.00 til 18.00.
 
Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á Facebook-síðu viðburðarins og á vef Íslenska sjávarklasans: www.sjavarklasinn.is

Deila: