Norsk-íslenska síldin stendur norðarlega

Deila:

 Hafrannsóknaskipi Jákup Sverre hefur nýlokið rannsóknaleiðangri á síldar- og makrílslóðum. Helstu niðurstöður eru þær að nokkru minna fannst af norsk-íslensku síldinni, en meira af kolmunna á rannsóknarsvæðinu en í fyrra.

Bergmálsmæling á síld á færeyska rannsóknasvæðinum.

Eins og í fyrra reyndist önnur hver síld á rannsóknasvæðinu úr stóra árganginum frá 2016 og er þessi árgangur uppistaðan í veiðistofninum nú.

Mest af síldinni  stóð norðarlega á rannsóknasvæðinu, heldur norðar en undanfarin ár, en lítið sem ekkert var að finna við færeyska landgrunnið og á Íslandshryggnum.

Kolmunna var hins vegar að finna við færeyska landgrunnið og að Íslandshryggnum og austast á rannsóknasvæðinu.  

Bergmálsmælingar á kolmunna.

Mjög mikið fannst af eins og tveggja ára kolmunna. Árgangurinn frá 2020 er talinn góður og árgangurinn frá 2021 yfir meðallagi. Lítið var um eldri kolmunna.

Þessi rannsókn Færeyinga er hluti alþjóðlegra rannsókna, sem Ísland, Noregur, Evrópusambandið og Rússlands taka þátt í. Skip frá þeim munu rannsaka svæðið fyrir norðan Færeyjar. Niðurstöður leiðangranna verða yfirfarnar á fundi um miðjan júní.

Deila: