Matvælaráðherra kynnir sér bláa nýsköpun

Deila:

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hitti frumkvöðla og kynnti sér verkefni þeirra á sýningunni „Blá nýsköpun“ sem Íslenski sjávarklasinn hélt í húsakynnum sínum á Grandagarði. Þar kynntu rúmlega 50 frumkvöðlar verkefni sín í tilefni nýsköpunarvikunnar Verkefnin stuðla ýmist eða bæði að því að bæta umgengni við auðlindina og því að fullnýta afurðir.

 „Það er einstaklega ánægjulegt að kynnast þeirri hugmyndaauðgi og þekkingu sem frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki kynna á þessari sýningu. Þarna eru hugmyndir og verkefni sem vísa okkur veginn til sjálfbærrar nýtingar á þeirri dýrmætu auðlind sem hafið er,“ sagði matvælaráðherra.

Á myndinni er Svandís ásamt Þór Sigfússyni, stofnanda sjávarklasans.

Deila: