Samvinna um fullnýtingu á eldisafurðum

Deila:

Íslenski Sjávarklasinn og Geo Salmo hafa skrifað undir samkomulag um að vinna saman að fullnýtingu afurða eldisfyrirtækisins með það að markmiði að skapa verðmæti úr öllum hlutum laxins og stuðla þannig að umhverfisvænni framleiðslu. Geo Salmo stefnir að opnun landeldis fyrir lax sem staðsett verður á Suðurlandi og kemur til með að nota 100% endurvinnanlega orku.

„Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á heimsvísu, rétt eins og á Íslandi. Nú er gullið tækifæri að nýta þá þekkingu sem hefur hlotist um fullnýtingu fiskafurða yfir á fiskeldi. Samvinna er mikilvægt skref í átt að fullnýtingu fiskafurða og hliðarafurða sem koma frá landeldislaxi,“ segir í frétt frá Sjávarklasanum.

Deila: