Kristrún seld til Færeyja

Deila:

Kristrún RE 477 hefur nú fengið nýja eigendur í Færeyjum. Það er útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Eyðvarur Petersen, sem keypt hefur Kristbjörgu ásamt öðrum. Skipið var í eigu Fiskkaupa, en hefur vikið fyrir nýrra og stærra skipi með sama nafni. Skipið fær nafnið Sundshavið í Færeyjum og leysir minna skip með sama nafni af hólmi.

Kristrún var smíðuð 1988 og segir Eyðvarur að skipið sé vel með farið og margt af búnaði um borð nýlegt. Hann nefnir að Kristrún hafi á undanförnum árum stundað veiðar á grálúðu í net og miðist búnaður um boð við það. Hann fylgir með en eftir er að yfirfara aðalvél og ljósavél. Unnið var í skipinu í Hafnarfirði áður en það fór frá Íslandi. Gert er ráð fyrir að skipið geti haldið til veiða eftir um það bil þrjá vikur.

Deila: