Tæp 150.000 tonn af kolmunna komin á land

Deila:

Kolmunnaveiðum íslensku skipanna í lögsögu Færeyja er nú að ljúka. Þær hafa gengið mjög vel en síðustu daga hefur verið nokkur áta í honum. Leyfilegur heildafli á vertíðinni er 174.557 tonn eftir úthlutun, sérstakar úthlutanir og flutning frá fyrra ári. Aflinn nú er orðinn 148.815 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Aðeins á eftir að veiða  25.742 tonn.

Sautján skip hafa nú landað kolmunna. Fimm þeirra eru komin með 10.000 tonn eða meira. „Bræðurnir“ Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA eru saman á toppnum. Börkur með 15.934 tonn og Vilhelm með 15.126. Næstu skip eru Beitir NK með 14.662 tonn, Venus NS með 12.889 tonn og Víkingur AK 10.327

Deila: