Maríneraður þorskur

Deila:

Þorskurinn er enn á matseðlinum hjá okkur og matreiddur á austurlenska vísu. Þetta er einfaldur og bragðgóður réttur og auðveldur í matreiðslu. Uppskriftin er fyrir fjóra. Verði ykkur að góðu.

Innihald :

4 bitar af þorskflaki, roð- og beinlausir, 180g að þyngd hver um sig.
¾ bolli hunang
½ bolli sojasósa
½ bolli sesamolía úr ristuðum fræjum (toasted)
½ bolli eplaedik
1 ½ tsk. nýmalaður pipar
1 msk. ferskur engifer, smátt saxaður.

Aðferðin:

Blandið öllum innihaldsefnum öðrum en fiskinum saman í stórri skál. Leggið fiskbitana í kryddlöginn og lokið skálinni með plastfilmu og látið marínerast í 24 klukkustundir í ísskáp. Snúið fiskinum einu sinni í kryddleginum til að jafna maríneringuna.

Hitið ofninn í 180°C og færið þorskinn úr kryddleginum í eldfast mót og bakið fiskinn í miðjum ofninum í 7-9 mínútur eftir þykkt bitanna.

Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

Deila: