Vilja pörun á umframafla í stað fjársektar

Deila:

LS hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra bréf þar sem óskað er eftir breytingu á reglum um umframafla við strandveiðar.  Í gildandi reglum reiknast sekt á hvert ígildi sem fer umfram 650.  Skiptir þar engu hversu mörg ígildin eru umfram.

Breytingin fæli í sér að settur yrði rammi utan um umframafla sem ekki telst óhóflegur. Falli afli veiðiferðar innan hans verði viðkomandi gefinn kostur á að para það sem umfram var í næsta róðri.  

„Tillaga LS til ráðherra er að ramminn takmarkist við 26 kg af óslægðum þorski 22 ígildum.  Það er ef afli veiðiferðar er innan 672 ígilda þá myndast réttur til pörunar, þ.e. að afli næsta róðurs verði ekki meiri en 628 ígildi.  Sé eingöngu um þorsk að ræða má afli ekki fara umfram 800 kg þannig að viðkomandi geti sloppið við fjársekt með að afli næstu sjóferðar verði lægri en 774 kg sem umframafla nemur,“ segir í færslu á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Deila: