NordMar verkefnum að ljúka

Deila:

Í júní mun þremur verkefnum, svokölluðum NordMar verkefnum sem hafa verið í gangi frá árinu 2019, ljúka með lokaráðstefnu sem fram fer á Grand Hotel Reykjavík. Verkefnin NordMar Plastic, NordMar Biorefine og NordMar Ports hófust út frá áherslumálum Norrænu Ráðherranefndarinnar þegar Ísland gegndi formennsku á árunum 2019-2021.

NordMar Plastic sem stýrt er af Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís, miðar að því að vekja athygli á og fræða almenning um plastmengun í umhverfinu auk þess að þróa og gefa út námsefni og halda viðburði sem stuðla að aukinni nýsköpun í tengslum við viðfangsefnið.

NordMar Biorefine er stýrt af Val Norðra Gunnlaugssyni, fagstjóra hjá Matís og gengur út á að meta hagkvæmni og möguleika lífmassavera fyrir bláa lífhagkerfið á Norðurlöndunum og myndun tengslanets sérfræðinga á þessu sviði auk fræðslu um tengd málefni fyrir yngri kynslóðir.

Í verkefninu NordMar Ports er áhersla lögð á að efla hafnir sem miðstöðvar nýsköpunar og orkuskipta en því verkefni er stýrt af samstarfsaðilum í Færeyjum.

Deila: