Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum

Deila:

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna sem styðja við markmið sjóðsins um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis, samkvæmt reglugerð nr. 874/2019. 

Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður.  

Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar. Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.  

Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2022 verður horft almennt til markmiða reglugerðar nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis. 

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00, 23. júní 2022. 

Umsóknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Deila: