Nánast uppselt á Sjávarútvegssýninguna í haust

Deila:

Sjávarútvegssýningin  SJÁVARÚTVEGUR/ ICELAND FISHING EXPO  2022 verður haldin  dagana 21. til 23. september í Laugardalshöll.    Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar er sýningarrými nánast uppselt  í báðum sölum Hallarinnar.

„Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu hjá sýnendum að hitta viðskiptavini og treysta gamalgróin og ný viðskiptasambönd. Einnig ákváðum við að hækka ekki básaverðið frá seinustu sýningu  og miðaverð verður óbreytt. Viðskiptavinir kunna að meta slíkt á verðbólgutímum. Einnig að hverjum sýnanda býðst að fá eins marga fría boðsmiða og hentar. Þannig næst afar vel til réttu markhópanna. Og síðast en ekki síst þá er sýningin á afar  góðum markaðstíma 21. til 23. september. Skiptir miklu að fyrirtækin hafi góðan tíma eftir sýninguna til að fylgja eftir samtölum við  viðskiptavini og að vera ekki of nálægt sumarleyfum. Allt spilar þetta saman.“    

  Nýir sýnendur

     „Sýningin verður svipuð að umfangi og fyrri sýningar og og verða fjölmargir innlendir og erlendir aðilar með bása. Einnig verða birgjar með sýningarpláss á útisvæðum. Svo er ánægjuleg nýjung á sýningunni í ár en það eru fyrirtæki sem þjóna fiskeldinu. Okkur kom verulega á óvart hversu öflugur þessi geiri er  orðinn. Þannig verður sjávarútvegssýningin 2022 enn fjölbreyttari og áhugaverðari.“ Sagði Ólafur að lokum.

Allar frekari upplýsingar um Sjávarútvegssýninguna næsta haus veita Ólafur, framkvæmdastjóri  olafur@ritsyn.is 698 8150 og Inga, markaðsstjóri inga@ritform.is  898 8022

Deila: