Fjölbreytt efni í sjómannadagsblaði Grindavíkur

Deila:

Sjómannadagsblað Grindvíkur er komið út, hlaðið efni og myndum úr sjávarútvegi bæjarins. Meðal efnis í blaðinu má nefna umfjöllun um Fisktækniskólann, safnskipið Óðinn, vörður og mið í Grindavík, sögu Reykjanesvita og sjóslysa og dvöl færeyskra sjómanna á Suðurnesjum.
Fjallað er um áttæring með grindavíkurlagi, rætt við Sigurð A. Kristmundsson, hafnarstjóra og sagt frá sorgardeginum 14. mars 1926.

Myndir teknar af Eyjólfi Vilbergssyni prýða blaðið, en auk hans eiga Ólafur Rúnar Þorvarðarson, Jón Steinar Sæmundsson, Óskar Sævarsson, Ómar Smári Ármannsson, Hallur J, Gunnarsson og Steingrímur Kjartansson myndir í blaðinu.
Blaðið hefur verið borið út í öll hús í Grindavík. Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur er Einar Hannes Harðarson og ritstjóri blaðsins Óskar Sævarsson.

Deila: